sudurnes.net
Sorphirða á Suðurnesjum boðin út á EES svæðinu - Local Sudurnes
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hefur óskað eftir tilboðum sorphirðu fyrir heimili á Suðurnesjum, útvegun á endurvinnsluílátum, flutninga efnis og kaup á endurvinnsluefni. Samið er til fimm ára, frá og með 1. febrúar næstkomandi og er útboðið auglýst á EES svæðinu. Ákveðið hefur verið að með nýju útboði á sorphirðu verði bætt við ílátum fyrir endurvinnsluefni við öll heimili á Suðurnesjum. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði kynnt íbúum í samvinnu við þann verktaka sem valinn verður til verksins. Útboðsgögn verða afhent frá og með 28. ágúst og verða tilboð í verkið opnuð hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, þriðjudaginn 3. október næstkomandi. Meira frá SuðurnesjumFella niður fæðisgjald fyrir þriðja barn í grunnskólumDagskrá Ljósanætur tekur á sig myndBlöðrur og bombur á Pallaballi á LjósanóttSetja sérskilmála vegna Hafnargötu 12 – Heimilt að byggja 35 íbúðir á tveimur hæðumFella niður leikskólagjöld hafi foreldrar börn sín heimaÁ sjötta hundrað nafnatillögur á níu göturForstjóraskipti hjá ÍAV – Sigurður tekur við af KarliÁsmundur sáttur: ” Vinabönd eru slitin en vonandi gróa þau með tímanum”Athugasemdir bárust vegna deiliskipulags við LeirdalBygging leikskóla í útboð