sudurnes.net
Mygla í leiguíbúðum á Suðurnesjum: "Leigutak­inn loftaði ekki út. Þetta er hon­um að kenna" - Local Sudurnes
Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson rekur um þessar mundir mál gegn leigufélögum á Suðurnesjum vegna myglu í leiguhúsnæði á svæðinu. Gunnar Ingi sagði í samtali við Suðurnes.net að aðallega væri um að ræða mál, sem líklega fer fyrir dóm á næstunni, vegna íbúðar á Ásbrú, sem nú eru í eigu stærsta leigufélags landsins, Heimavalla, auk þess sem úrskurðað verði í máli sem Gunnar Ingi rekur gegn Nesvöllum leigufélagi a næstu vikum. Að sögn Gunnars Inga snúast flest mál af þessu tagi um hver á að bera ábyrgð á hreins­un bú­slóðar í eigu leigu­taka. Leigu­fé­lög­in bera það í flest­um til­fell­um fyr­ir sig að mygl­an hafi mynd­ast á leigu­tím­an­um og sé því til­kom­in vegna um­gengni leigu­taka um hús­næðið. Gunnar Ingi segir málin, í flestum tilfellum ekki snúast um háar fjárhæðir, en að áðurnefndir hópar séu ekki í stakk búnir til að fara í dómsmál vegna þessa. „Það eru alls ekki all­ir leigj­end­ur, sér­stak­lega ekki skjól­stæðing­ar Fé­lags­bú­staða eða náms­menn á Ásbrú, sem eru í stakk bún­ir til að fara í dóms­mál og kaupa dýr­ar mats­gerðir til að fá úr svona mál­um skorið.“ Segir Gunnar Ingi. „Þessi mál snú­ast ekki um háar fjár­hæðir en það er dýrt fyr­ir fólk að missa bú­slóðina sína,“ seg­ir Gunn­ar og bend­ir [...]