sudurnes.net
Athugasemdir gerðar við starfshætti allra apóteka í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Athugasemdir voru gerðar við starfshætti allra apótekanna í Reykjanesbæ eftir eftirlitsferðir Neytendastofu um svæðið. Í fyrstu heimsókn voru gerðar athugasemdir við starfshætti allra fimm apóteka og þeim fyrirmælum beint til þeirra að bæta verðmerkingar. Í kjölfarið var farið í aðra skoðun þar sem í ljós kom að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum, segir á vef stofnunarinnar. Í kjölfar seinni skoðunarinnar taldi Neytendastofa tilefni til að sekta rekstraraðila Apótekarans í Keflavík, Reykjanesapóteks og Apóteks Suðurnesja um 50 þúsund krónur. Var ýmist gerð athugasemd við að ákveðnar vörur væru óverðmerktar eða að verðmerkingar bak við afbreiðsluborð væru ekki nógu sýnilegar. Meira frá SuðurnesjumÖflugum ljóskösturum stolið – Fagmannlega að verki staðiðRúmlega tuttugu teknir fyrir hraðakstur – Erlendir ökumenn greiddu háar sektirFréttir af komu Wendy’s reyndust falskarHafnarfjörður gefur grænt ljós á framkvæmdarleyfi vegna Suðurnesjalínu IIHafa áhyggjur af fjölda barna sem eru á bak við tölur um fjárhagsaðstoðMiðasala hafin á Söngvaskáld 2017 – Síðast komust færri að en vilduKaren og Halldór íþróttafólk UMFNUm 50 aflandsfélög í gagnagrunni Panamaskjala með heimilisfang í GarðiFrekari skemmdir á Suðurstrandarvegi – Þungatakmarkanir í gildiMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í Njarðvíkurhöfn