sudurnes.net
Liggur þungt haldinn á Landspítala eftir fall úr bifreið á ferð - Local Sudurnes
Neyðarlínunni tilkynning, síðastliðið mánudagskvöld um að að maður hefði fallið út úr bifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti málinu ásamt sjúkraliði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þarna hafði kínverskur ríkisborgari, tæplega fertugur karlmaður, farið úr leigubifreið á ferð með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla höfuðáverka. Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn var farþegi í leigubifreiðinni þegar slysið varð en bifreiðinni mun hafa verið ekið með um 40 km hraða á klst. Nánari tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. Meira frá SuðurnesjumTugir teknir á of miklum hraða – Nældu í vel á aðra milljón í ríkiskassannTíðindalítið við GrindavíkTekinn á 147 kílómetra hraða – Greiddi 105.000 króna sekt á staðnumKærðu fjölda ökumanna fyrir hraðaksturÖflugur jarðskjálfti fannst víðaUm 40 ökumenn kærðir fyrir of hraðan aksturSteingrímur J.: “Ríkur vilji heimafyrir hélt Sparisjóðnum gangandi”Fluttur á Landspítala eftir fall úr stigaMíluhraðamælir ruglaði ökumannTæmdu dósasöfnunargám Þróttar í Vogum