sudurnes.net
Athuga hvort mygla leynist í Akurskóla - Local Sudurnes
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og starfsfólk eignaumsýslu Reykjanesbæjar munu skoða hvort mögulegt sé að mygla sé komin upp í Akurskóla í Innri-Njarðvík. Vefmiðillinn Nútíminn birti í dag ítarlega fréttaskýringu um málið en í umfjöllun miðilsins kemur fram að fundist hafi hvítar útfellingar við útvegg í innisundlaug grunnskólans. Í umfjölluninni kemur fram að útfellingar séu í öllum gluggum sundlaugarinnar sem er viðbygging við Akurskóla og er notuð á hverjum degi af grunnskólabörnum á öllum aldri. Þá kemur fram að fundist hafi bilun í loftræstikerfi skólans við reglubundið eftirlit og að það mál sé í skoðun. Unnið er að viðgerðum vegna myglu- og rakaskemmda í nokkrum stofnunum sveitarfélagsins um þessar mundir, þar á meðal Myllubakkaskóla og Holtaskóla. Meira frá SuðurnesjumGrjótgarðar ehf.: Reynslumikið starfsfólk tryggir fagleg vinnubrögðIsavia afhendir ekki gögn í KaffitársmáliHafa greitt Isavia hátt á aðra milljón króna fyrir afnot af skammtímastæðumGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluBrunavarnarmenn komnir á Facebook – Myndband!Auka hlutafé og stefna á miklar framkvæmdirGríðarlegt álag á bílstjórum – Leggur til að strætókortum flóttafólks verði lokaðRólegt í Garði – Krissi hverfislögga passar upp á að allir hagi sér velHafa varið rúmlega 200 milljónum króna í sérfræðiráðgjöfErfðagripum stolið – Biður fólk að hafa samband við lögreglu séu slíkir munir boðnir til [...]