sudurnes.net
Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppnin verður erfiðari en áður - Local Sudurnes
Skráning í Blue Lagoon Challenge 2016 fjallahjólakeppnina hófst í dag. Nýrri og glæsilegri heimasíðu hefur verið hleypt af stokkunum en skráning fer eingöngu fram á netinu að þessu sinni, þá er vert að taka fram að takmarkaður fjöldi keppenda kemst að. Bláa Lóns Áskorunin er stærsta fjallahjólakeppni ársins á Íslandi. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Þá hefur sú breyting verið gerð á leiðinni að í stað þess að hjóla malbikaðan Norðurljósaveg (frá rótum Þorbjarnar og að bílastæði Bláa Lónsins) er beygt inn á malarveg sem liggur meðfram lögnum hitaveitunnar, keppnin er því orðin mun erfiðari en áður. Smelltu hér til að taka þátt. Meira frá SuðurnesjumBjóða Liverpool að nota æfingaaðstöðuVeglegar jólagjafir ferðaþjónustufyrirtækja – Gjafir Isavia gengu kaupum og sölumNES í þriðja sæti í bikarkeppninni í sundiBlue Lagoon Open 2015 kvennamót í golfi fer fram í ágústBeverly Hills 90210 stjörnur skemmtu sér konunglega í Bláa lóninuYoutube stjarna veiðir Pokémon í Bláa lóninuFrábær árangur hjá 3N í Challenge IcelandFá Suðurnesjafyrirtæki á meðal 850 fyrirmyndarfyrirtækjaReykjanes endaði í 5. sæti – Kjörin staðsetning fyrir rómantíska ferðÍRB sigurvegari á AMÍ sjötta árið í röð