sudurnes.net
Jepplingakaup Magnúsar vekja athygli - Local Sudurnes
Það er óhætt að segja að jepplingakaup Magnúsar Sverr­is Þor­steins­sonar, for­stjóra bíla­leig­unn­ar Blue Car Rental, hafi vakið athygli, eða í það minnsta frétt Smartlands Morgunblaðsins þar um, en frétt um kaupin er sú mest lesna á vef mbl.is, þegar þetta er skrifað, og skákar meðal annars fréttum af nýrnagjöf föður til dóttur, golfbílamáli handboltakappans fyrrverandi Sigga Sveins og falli sönggyðjunnar Madonnu á sviði, svo eitthvað sé nefnt. Jepplingurinn sem um ræðir er heldur ekki af verri gerðinni, Mercedes-Benz AMG G 63-bif­reið, kol­svart­ur að lit og matt­ur, samkvæmt frétt Smartlands. Hann er á svört­um felg­um og með svört­um rúðum, auk þess eru all­ar merk­ing­ar ut­an­dyra á bíln­um svart­ar. Slík­ur bíll kost­ar um það bil 60 milljónir króna en það fer þó eft­ir út­búnaði, segir einnig í fréttinni. Myndir: Skjáskot heimasíða Benz og vefur mbl.is. Meira frá SuðurnesjumFjölskylda með langveikt barn fékk bláa DusterinnBlue keypti bifreiðar fyrir 5,1 milljarðMilljarður til hluthafa Blue Car RentalÞað er ýmislegt sem getur komið upp á þegar fólk notar strætó – Myndir!Öspin fékk veglegar gjafir frá Blue car rentalHérna leynast mögulega vísbendingar í gjafaleik Suðurnes.net!Skátar í Stuðkví slógu upp Klósettpappírsleikunum 2020 – Myndband!Staðsetningin skiptir máli – Myndir!Mynd dagsins: Ný slökkvistöð full af vatniAf einhverjum ástæðum eru þessir [...]