sudurnes.net
Húsaleiga hefur hækkað mest á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Mesta hækkun á húsaleigu á síðastliðnu ári er 25% hækkun tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en á Suðurnesjum er einnig mesti munurinn á þriggja herbergja íbúðum og þeim stærstu, eða 28%, en að meðaltali er munurinn á þeim 16% á landsvísu. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans, sem gefin var út í morgun, og sýnir glögglega að verð á húsaleigu er á línu við hækkun húsnæðisverð á svæðinu. Kaupverð húsnæðis annars staðar á landinu hefur samkvæmt Hagsjánni hækkað meira en leiguverð. Í Hagsjánni er einnig tekið fram að töluverðar sveiflur geti orðið á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn. Meira frá SuðurnesjumViðræður Reykjanesbæjar við lánadrottna ganga hægtUppsafnað tap Fasteigna Reykjanesbæjar rúmlega 1,6 milljarður krónaIsavia býst við að röskun verði á millilandaflugi í dag110 íbúðir rísa við FramnesvegBrim verður aðal styrktaraðili Bláa hersinsBrottförum erlendra ferðamanna fækkaði á milli áraVelja jólahús í Sandgerði og GarðiMilljónirnar streyma inn – Gestir Bláa lónsins greiða um 16 milljónir króna í aðgangseyri á dagTæplega 20% af íbúum Reykjanesbæjar með erlent ríkisfangStefnt að byggingu 87 íbúða við Hafnargötu – Skapa á lifandi og skemmtilegt miðbæjarsvæði