sudurnes.net
Reykjanesbær sker sig úr í fólksfjölgun - Airbnb hefur áhrif á fasteignaverð - Local Sudurnes
Íbúm fjölgaði hlutfallsflega mest í Reykjanesbæ árið 2016, eða um 8%, Reykjanesbær stóð því undir um 15% fólksfjölgunar á landinu á síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skúrslu greiningardeildar Arionbanka um þróun á húsnæðismarkaði. Lítið atvinnuleysi og lítið framboð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru aðal ástæðurnar fyrir þessari þróun að mati greiningardeildarinnar, en auk þeirra er bent á að aukning í ferðaþjónustu sé einnig líkleg til að hafa áhrif. Þá hefur verð á húsnæði á Suðurnesjasvæðinu rokið upp, en hækkunin nemur um og yfir að 20%, ef tekið er mið af fasteignaauglýsingum í fjölmiðlum. Athyglisvert: Það er nóg að gera í ferðabransanum Þá kemur fram í skýrslunni að fasteignaverð á Suðurnesjum hafi í einhverjum tilvikum slagað upp í fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 300.000 krónur á fermetra um þessar mundir. Í skýrslunni, sem finna má hér, kemur einnig fram að gríðarleg hækkun hafi orðið í einstaka hverfum í Reykjanesbæ og sker Njarðvíkurhverfi sig úr, þar sem íbúðaverð hefur hækkað um tæp 25% á fimm mánuðum. Tekjumöguleikar af útleigu íbúða í gegnum heimaleigu, eins og til dæmis Airbnb, er einnig talin hafa áhrif á fasteignaverð í ákveðnum hverfum, en í Keflavík einni eru 87 íbúðir [...]