Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan fær nýja bíla – Hannaðir til að auka ör­yggi lög­reglu­manna

Lögreglan á Suðurnesjum er eitt af fyrstu embættunum sem fær nýja sérhannaða bíla til afnota, um er að ræða Volvo V90CC 4×4 bif­reiðar, sem voru tekn­ar í notk­un í dag.

Bif­reiðarn­ar sem um ræðir eru afar öfl­ug­ar í þau verk­efni sem þeim er ætlað. Vél­in er um 238 hest­öfl og togið er mikið. Þá er hemla- og fjöðrun­ar­búnaður sér­styrkt­ur ásamt tvö­földu raf­kerfi.

Mik­il áhersla er lögð á ör­ygg­is­búnað sem er mik­ill og góður og eru bíl­arn­ir með nýj­ar merk­ing­ar sem eiga að auka ör­yggi lög­reglu­manna til muna.

All­ur lög­reglu­búnaður bíl­anna er nýr, radar­tæki, upp­töku­búnaður og fjar­skipta­búnaður.

Þau lög­reglu­embætti sem tóku við bif­reiðunum í dag eru lög­regl­an á Ve­stjörðum, lög­regl­an á Vest­ur­landi, lög­regl­an á Norður­landi-Eystra og lög­regl­an á Suður­nesj­um.