Stefán lánaður til Eastbourne Borough
Stefán Alexander Ljubicic, sem er samningsbundinn enska úrvalsdeildarliðinu Brighton, hefur verið lánaður til liðs Eastbourne Borough sem spilar í sjöttu efstu deildinni í ensku knattspyrnunni. Stefán Alexander hefur spilað með öllum yngri landsliðunum, þar af fjóra leiki með U-21 ára landsliðinu. Hann er uppalinn hjá Keflavík og lék þrjá leiki með félaginu í Pepsi-deildinni sumarið 2015.
Stefán er 19 ára gamall og gekk í raðir Brighton frá Keflavík árið 2016. Hann hefur spilað með yngri liðum Brighton og lék um tíma með Bognor Regis Town í utandeildinni á síðustu leiktíð.