Nýjast á Local Suðurnes

Stefán lánaður til East­bour­ne Borough

Stefán Al­ex­and­er Lju­bicic, sem er samn­ings­bund­inn enska úr­vals­deild­arliðinu Bright­on, hef­ur verið lánaður til liðs East­bour­ne Borough sem spil­ar í sjöttu efstu deild­inni í ensku knatt­spyrn­unni. Stefán Al­ex­and­er hef­ur spilað með öll­um yngri landsliðunum, þar af fjóra leiki með U-21 ára landsliðinu. Hann er uppalinn hjá Keflavík og lék þrjá leiki með félaginu í Pepsi-deild­inni sum­arið 2015.

Stefán er 19 ára gam­all og gekk í raðir Bright­on frá Kefla­vík árið 2016. Hann hef­ur spilað með yngri liðum Bright­on og lék um tíma með Bogn­or Reg­is Town í ut­an­d­eild­inni á síðustu leiktíð.