Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlega erfiðar aðstæður við leit í Grindavík – Myndir

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur sent frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum eftir að leit var hætt að manni sem talið er að fallið hafi ofan í sprungu í Grindavík. Tilkynningunni fylgdu myndir sem sýna hversu erfiðar aðstæður voru á vettvangi.

Tilkynningin í heild:

Síðustu daga hefur björgunarsveitarfólk úr Grindavík ásamt öðrum björgunarsveitum og viðbragðsaðilum verið við leit eftir að maður féll ofan í sprungu í Grindavík.
Aðstæður á staðnum hafa verið gríðarlega erfiðar og flóknar og var mikil áhersla lögð á að finna manninn en á sama tíma gæta fyllsta öryggis björgunarfólks. Nú undir kvöld var staðan metin þannig að ekki væri lengur hægt að trygga öryggi björgunarfólks ofan í sprungunni og var því sú erfiða ákvörðun tekin að hætta leitinni.

Hugur okkar er hjá fjölskyldu mannsins og sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur til þeirra.