Nýjast á Local Suðurnes

Geir­mund­ur fær 18 mánaða dóm

Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmd­ur í 18 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi í Hæsta­rétti fyr­ir umboðssvik.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness sýknaði Geir­mund af ákæru um umboðssvik í nóv­em­ber árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæru­valdið fram á fjög­urra ára fang­els­is­refs­ingu. Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar í byrj­un janú­ar á þessu ári.

Þá var Geirmundi gert að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins og mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, sam­tals 6,1 millj­ón.

Dóm Hæstaréttar má finna í heild sinni hér.