Nýjast á Local Suðurnes

Baráttan um siliconið – Krefjast lög­banns á yf­ir­töku Ari­on Banka

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Fjór­ir hlut­haf­ar í United Silicon, sem haldið hafa á um 46% hlut í fé­lag­inu, lögðu í dag fram lög­banns­kröfu á hend­ur Ari­on banka vegna töku bank­ans á veðsettu hluta­fé í fé­lag­inu. Þetta staðfest­ir ­lögmaður­ hluthafanna fjögurra í sam­tali við mbl.is.

Kraf­an er lögð fram í kjöl­far þess að Ari­on banki hafi ekki orðið við kröf­um um að bakka út úr yf­ir­tök­unni. Deilt sé um hvort bank­an­um hafi verið heim­ilt að ganga að hluta­fénu sem veðsett var. Krafan hefur ekki verið tekin fyrir hjá sýslumanni, en vonast er til þess að það verði gert fyrir vikulok.