Safna fyrir uppeldisbótum: “Skora á alla sanna Njarðvíkinga að leggja sitt á vogaskálarnar”

Njarðvíkingurinn Lárus Ingi Magnússon hvetur stuðningsmenn Njarðvíkur til að styðja fjárhagslega við bakið á Körfuknattleiksdeild félagsins í kjólfar dóms sem féll í gær þar sem félaginu var gert að greiða rúmlega eina milljón króna í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson, sem gekk í raðir liðsins fyrir skömmu.
Njarðvíkingar eru langt frá því að vera sáttir við dóm FIBA, sem þeir telja vera til háborinnar skammar þar sem leikmaðurinn sé alinn upp í Njarðvík. Félagið hyggst þó una dómnum og stefna að því að gera upp gjöldin og fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir fimmtudag þegar liðið mæti Þór frá Akureyri í Dominos-deildinni.
Frá þessu greinir Lárus Ingi á Facebook-síðu sinni og hvetur hann Njarðvíkinga til að standa saman og leggja inn á reikning félagsins – 0147 -26-410 kennitala 650182-0229.