Nýjast á Local Suðurnes

Bestu Enduro ökumenn landsins sýna listir sínar á Ljósanótt

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness stendur fyrir innanbæjarkeppni á torfæruhjólum í fyrsta skipti í sögunni. Keppnin mun fara fram í Reykjanesbæ á Ljósanótt og hafa allir bestu ökumenn landsins boðað komu sína.

Bestu Motocross og Enduro ökumenn landsins munu því gleðja augu almennings og spreyta sig á allskyns hindrunum á höfninni í Reykjanesbæ á Ljósanótt.