Tæplega 100 komnir í sóttkví á Suðurnesjum

Þeim einstaklingum sem gert er að sæta sóttkví á Suðurnesjum fjölgar stöðugt, en samkvæmt nýjustu tölum sem birtar eru á vef Embættis landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, covid.is, eru 93 einstaklingar á Suðurnesjum í sóttkví.
Enn eru fjögur greind smit á svæðinu, eða jafnmörg og í gær.