Skemmtibátur sökk við Vogastapa – Tveir fluttir á sjúkrahús með þyrlu
Skemmtibátur með tvo menn um borð sökk undan Vogastapa, á milli Voga og Njarðvíkur í kvöld. Að sögn Landhelgisgæslunnar virðist sem mennirnir tveir hafi náð að synda sjálfir í land.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á svæðið og tók mennina um borð og flutti þá á sjúkrahús þar sem hún lenti með þá klukkan rúmlega tíu í kvöld. Ekki er vitað hversu lengi mennirnir voru í sjónum, en þeir eru ómeiddir en bæði blautir og kaldir.