Grímunotkun valkvæð í flestum matvöruverslunum

Grímunotkun í verslunum Samkaupa er frá og með deginum í dag valkvæð. Það sama á við um verslanir Bónuss og Krónunnar.
Þetta á við um verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar. Viðskiptavinir eru þó hvattir til að bera grímur áfram þó það verði frjálst að bera þær ekki.