Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir á Suðurnesjum ræstar út vegna leitar að lítilli flugvél

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið ræstar út vegna leitar að lítilli flugvél sem ekki hefur náðst samband við í um þrjár klukkustundir.

Þetta staðfestir formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes í samtali við Vísi.is.

Í frétt Vísis segir að ekki hafi náðst í upplýsingafulltrúa Landsbjargar en líklegt er að björgunarsveitir á Suðurnesjum, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafi allar verið ræstar út. Leit stendur nú yfir í nágrenni við Hveragerði samkvæmt sömu frétt.