Nýjast á Local Suðurnes

Allt á fullu í Bláa lóninu – Hafa ráðið yfir 100 manns

Frá og með morgundeginum mun Bláa Lónið opna aftur öll upplifunarsvæði sín en starfsemi félagsins hefur að mestu legið niðri frá því í október í fyrra vegna Covid. Opið verður alla daga vikunnar.

Bláa Lónið hefur þegar ráðið til sín 112 nýja starfsmenn á undanförnum vikum og gerir ráð fyrir að fjölga þeim enn frekar á komandi vikum og mánuðum.