Sara rétt slapp við niðurskurðinn

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn á heimsleikunum í Crossfit, en hún endaði daginn í 20. sæti, en einungis 20 keppendur hefja leik í dag.
Það er þó enga uppgjöf að finna hjá Söru og samkvæmt Instagram-færslu Njarðvíkingsins verður skellt í “beastmode” fyrir daginn í dag. Enn verður skorið niður eftir daginn og munu einungis 10 keppendur taka þátt í keppninni á lokadegi leikanna á morgun.