Nýjast á Local Suðurnes

Vopnaðir sérsveitarmenn í Leifsstöð

Vopnaðir sér­sveit­ar­menn hafa verið send­ir til starfa við Flug­stöð Leifs Eiríkssonar ásamt sprengju­leit­ar­hundi sér­sveit­ar­inn­ar. Þetta er gert í ljósi alvarlegra atburða á alþjóðaflugvellinum og víðar í Brüssel svo og hryðjuverka víðar í álfunni undanfarin misseri. Það er mbl.is sem greinir frá.

„Ákveðið var í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um að fjölga lög­reglu­mönn­um í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og vopna þá.“

Þetta seg­ir Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri spurður um viðbrögð lög­reglu­yf­ir­valda á Íslandi við hryðju­verka­árás­un­um í Brus­sel í gær­morg­un.