Vopnaðir sérsveitarmenn í Leifsstöð

Vopnaðir sérsveitarmenn hafa verið sendir til starfa við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt sprengjuleitarhundi sérsveitarinnar. Þetta er gert í ljósi alvarlegra atburða á alþjóðaflugvellinum og víðar í Brüssel svo og hryðjuverka víðar í álfunni undanfarin misseri. Það er mbl.is sem greinir frá.
„Ákveðið var í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum að fjölga lögreglumönnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar og vopna þá.“
Þetta segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri spurður um viðbrögð lögregluyfirvalda á Íslandi við hryðjuverkaárásunum í Brussel í gærmorgun.