Varðskipið Þór fær heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn

Í dag verður formlega undirrituð viljayfirlýsing við Reykjanesbæ þess efnis að varðskipið Þór verði með heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn.
Frá þessu er greint á vef mbl.is, þar er haft eftir dómsmálaráðherra Ráðherra að undirbúningsvinna hafi staðið yfir síðan á síðasta ári þegar hann tilkynnti fyrirætlunina. Segir hann marga kosti fólgna í því að skipið verði með heimahöfn á Suðurnesjum.
Samkvæmt heimildum mbl.is er færsla heimafestis Þórs úr Reykjavíkurhöfn í Njarðvíkurhöfn fyrsti fasi áætlunar um að færa allan flota Landhelgisgæslunnar á Reykjanes.