Nýjast á Local Suðurnes

Varðskipið Þór fær heimilisfesti í Njarðvíkurhöfn

 Í dag verður form­lega undirrituð vilja­yf­ir­lýs­ing við Reykja­nes­bæ þess efn­is að varðskipið Þór verði með heim­il­is­festi í Njarðvík­ur­höfn.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, þar er haft eftir dómsmálaráðherra Ráðherra að und­ir­bún­ings­vinna hafi staðið yfir síðan á síðasta ári þegar hann til­kynnti fyr­ir­ætl­un­ina. Seg­ir hann marga kosti fólgna í því að skipið verði með heima­höfn á Suður­nesj­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er færsla heima­fest­is Þórs úr Reykja­vík­ur­höfn í Njarðvík­ur­höfn fyrsti fasi áætl­un­ar um að færa all­an flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Reykja­nes.