Skóla og leikskóla lokað vegna Covidsmita

Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Suðurnesjabæ er varða staðfest Covid-19 smit, m.a. meðal starfsfólks leikskólans Sólborgar í Sandgerði og hjá nemendum í Sandgerðisskóla hefur aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar ákveðið eftirfarandi aðgerðir í samráði við viðkomandi stjórnendur:
Leikskólinn Sólborg verður lokaður um óákveðinn tíma meðan smitrakning stendur yfir og þar til tekist hefur að ná utan um ástandið. Skólahald í Sandgerðisskóla fellur niður á morgun, föstudag 5. nóvember.
Íþróttamiðstöðin í Sandgerði verður lokuð á morgun föstudag, á laugardag og sunnudag. Félagsmiðstöðin Skýjaborg verður lokuð þar til annað verður ákveðið. Kennsla fellur niður í Tónlistarskólanum í Sandgerði á morgun föstudag og bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði verður lokað fram yfir komandi helgi.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar.