Nýjast á Local Suðurnes

Ræða einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Málfundafélagið Vilji stendur fyrir fundi um tækifæri sem felast í einkavæðingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum miðvikudaginn 11. september næstkomandi. Sigríður Á. Andersen verður ræðumaður kvöldsins.

Fundurinn hefst klukkan 20, en auk Sigríðar mun Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ræða þessi mál. Fundarstjóri verður Nökkvi Gunnarsson.

Boðið verður upp á léttar veitingar í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík hvar fundurinn verður haldinn.