Nýjast á Local Suðurnes

Pitts til Grindavíkur

Grindavík hefur samið við bandaríska leikstjórnandan Damier Pitts um að leika með félaginu út tímabilið í Subway deild karla.

Frá þessu er greint á vefnum karfan.is, en þar segir að Damer, sem er 33 ára, komi til liðsins frá Ungverjalandi, en hann hefur á síðustu árum leikið fyrir félög í Tyrklandi, Ítalíu, Lettlandi, Finnlandi, Portúgal og síðast í Ungverjalandi.

Þá lék hann einnig á Íslandi fyrir áratug með liði KFÍ, en þá skilaði hann 34 stigum að meðaltali í leik.