Opinn íbúafundur um fjármál Reykjanesbæjar

Reykjanesbær efnir til opins fundar í Bíósal Duus Safnahúsa miðvikudaginn 13. desember kl. 17:30. Á fundinum verður farið yfir endurskipulagningu efnahags og aðlögunaráætlun ásamt því að líta fram á veginn til verkefna framundan.
Dagskrá fundarins er þessi:
- Endurskipulagning efnahags Reykjanesbæjar
- Aðlögunaráætlun 2017-2022
- Fjárhagsáætlun 2018
- Áherslur einstakra sviða 2018