Nýtt starfsfólk tölvudeildar fengið mikla reynslu á stuttum tíma

Mikið álag hefur verið á þeim starfsmönnum Reykjanesbæjar sem sjá tölvuaðstoð og tæknimál undanfarnar vikur, en mikill hluti þjónustu sveitarfélagsins er unnin í gegnum tölvur.
Þannig kemur fram í fundargerð neyðarstjórnar sveitarfélagsins að nýir starfsmenn tölvudeildar hafi fengið mikla þjálfun og reynslu á stuttum tíma.
Þá hefur verið mikið álag á tölvupóstkerfi sveitarfélagsins og er í athugun hvernig önnur sveitarfélög meðhöndla innkomin póst.