Nýjast á Local Suðurnes

Míla leggur ljósleiðara í Suðurnesjabæ

Míla í samstarfi við Suðurnesjabæ leggur ljósleiðara í þéttbýlum Suðurnesjabæjar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Sandgerði og Garði.

Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Suðurnesjabær var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Áformað er að framkvæmdir hefjist í bæjarkjörnunum næsta vor.