Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum fyrir helgina

Á föstudag gerir Veðurstofan ráð fyrir Suðaustan 15-23 m/s um morguninn með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri með talsverðri rigningu sunnanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig.

Á laugardag er svo gert ráð fyrir Sunnan 5-13 m/s framan af degi og rigningu.

Í dag og á morgun verður svipað veður og verið hefur. Bjart og kalt á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar. Annað kvöld nálgast úrkomubakki ú vestri. Líklega snjóar úr honum í fyrstu en á föstudag verður hösss suðaustanátt og sums staðar talsverð rigning og einnig hlýnar allhratt.

Mikilvægt er að opna leið fyrir vatn að komast burt í niðurföll en það getur verið snúið eftir lengri frostakafla og því vissara að geyma það ekki of lengi, segir í hugleiðingum veðurfræðings.