Loka fyrir aðgengi að bílastæðum vegna framkvæmda

Fimmtudaginn 30.maí er stefnt á að malbika kafla á Skógarbraut. Kaflanum verður lokað í báða enda og lokast því aðgengi að innkeyrslum/bílastæðum íbúa innan verksvæðis.
Verktími framkvæmda verður frá 09:00 – 16:00
Yfirverkstjóri malbikunar er Halldór Þór, s: 660-1916
Verkstjóri lokunar er Ingvi, s: 660-1921
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Nánari útskýringar á framkvæmdasvæði má sjá á myndunum hér fyrir neðan.
