Íhuga að krefjast bóta vegna tjóns eftir húsleit lögreglu

Eigendur lítils gagnavers í Vestmannaeyjum, Datafarm, íhuga að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna 20 tölva sem eyðilögðust þegar lögreglan á Suðurnesjum framkvæmdi húsleit í gagnaveri þeirra í tengslum við innbrot í gagnaver Advania á Fitjum í Reykjanesbæ.
Frá þessu er greint á Vísi.is. Hver tölva er metin á um 700 dollara samkvæmt frétt Vísis, en tölvurnar munu hafa ofhitnað þar sem kælikerfi fór úr sambandi eftir aðgerðir lögreglu.