Fimmtíu Lottómillur til Suðurnesja

Suðurnesjamaður hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af sex vinningshöfum sem deila með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 48,3 milljónir.
Miðinn góði var keyptur hjá Bitanum, Iðavöllum 14b í Reykjanesbæ. Hinir fimm miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.