Fá rýmri tíma í Grindavík

Íbúar í Grindavík fá frá og með deginum í dag rýmri tíma til að vera í bænum. Nú má mæta klukkan sjö og vera til fimm en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu og íbúar höfðu leyfi til að vera til klukkan fjögur.
þá kemur fram í tilkynningu frá lögreglu að fyrirtæki geti hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi á framangreindu tímabili. Það getur til að mynda átt við um mörg fyrirtæki á hafnarsvæði Grindavíkur. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þá kemur fram í tilkynningunni að fyrirtæki hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk.