Nýjast á Local Suðurnes

Leggja niður ferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Ak­ur­eyr­ar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Ice­land mun hætta að bjóða upp á ferðir á milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Ak­ur­eyr­ar. Síðasta ferðin verður far­in föstu­dag­inn 30. sept­em­ber. Ekki verður boðið upp á ferðirn­ar í vet­ur. Næstu mánuði verður metið hvort grund­völl­ur telj­ist fyr­ir áfram­hald­andi ferðum næsta sum­ar. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

„Málið er það að það tek­ur lang­an tíma að byggja upp svona leið og kost­ar mik­inn pen­ing. Þetta var ákveðið til­raun­ar­verk­efni og við átt­um von á því að það kæmu fleiri farþegar. Hvort að þetta verði aft­ur tekið upp næsta sum­ar kem­ur í ljós,“ sagði Þórir Garðars­son, stjórn­ar­formaður Gray Line Ice­land, í sam­tali við mbl.is.