Yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE kannast ekki við kaupin á Ísak Óla

Hans Jörgen Haysen, yfirmaður íþróttamála hjá danska knattspyrnufélaginu SönderjyskE kemur að fjöllum þegar hann er spurður út kaup félagsins á Ísaki Óla Ólafssyni, leikmanni Keflavíkur. Frá þessu er greint á Fótbolti.net.
Í samtali við jv.dk segir hann að félagið sé ekki búið að kaupa leikmanninn. „Við höfum ekki skrifað undir neina samninga og við höfum ekki keypt neinn Íslending,” sagði Hans Jörgen við JydskeVestkysten.
Knattspyrnudeild Keflavíkur greindi á sunnudag frá því að samningar um kaup danska félagsins á leikmanninum væru frágengin og sagðist Sigurður Garðarsson formaður knattspyrnudeildarinnar meðal annars vera “mjög ánægð með þau samskipti sem við áttum við Sonderjyske og teljum að samkomulagið sé sanngjarnt fyrir alla aðila.”