Keflvíkingar unnu verðskuldaðan sigur í Ljónagryfjunni
Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköstStórleikur kvöldsins í Dominos-deilda karla í körfuknattleik fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn tóku á möti grönnum sínum úr Keflavík.
Njarðvíkingar hófu leikinn af krafti og voru sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar en Keflvíkingar náðu þriggja stiga forskoti undir lok 1. leikhluta og létu það ekki f hendi eftir það.
Keflvíkingar unnu að lokum sannfærandi 10 stiga sigur, 84-94. Keflvíkingar halda því sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deildinni og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa eins og Grindvíkingar en þetta var fyrsti tapleikur Njarðvíkinga.




















