Flugstöð í litum Hinsegin daga – Fögnum ástinni sem sigrar allt 💜💙💚💛❤️

Ný lýsing sem sett var upp í verslunarsvæði norðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í febrúar síðastliðnum býður upp á skemmtilega möguleika, en hún er nú nýtt til heiðurs Hinsegin dögum, sem fram fara um þessar mundir, eða eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar “Í dag fögnum við fjölbreytileikanum og ástinni sem sigrar allt! 💜💙💚💛❤️”
Lýsingin sem getur líkt eftir norðurljósum kostaði 190 milljónir króna samkvæmt fréttamiðlinum Stundinni sem greindi fyrst frá málinu.
„Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu, íslenska fánann ef Íslendingar verða Evrópumeistarar í fótbolta, Gay Pride fánann á hinsegin dögum og svo framvegis,“ segir Guðni í frétt Stundarinnar.