Nýjast á Local Suðurnes

Vilja funda með dagforeldrum vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana

Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir fundi með samtökum dagforeldra í Reykjanesbæ, meðal annars vegna  fyrirhugaðra gjaldskrárhækkanna sem taka eiga gildi í ágúst. Meðaltalshækkun á gjaldskrá er um 7.000 krónur samkvæmt bréfi sem samtök dagforeldra sendu sveitarfélaginu. Í bréfinu kemur fram að flestir dagforeldrar muni hækka gjaldskrá sína.

Sveitarfélagið óskar eftir því að dagforeldrar fresti hækkunum til þess að bregðast megi við mögulegum hækkunum með hagsmuni foreldra að leiðarljósi. Ráðið hefur falið fræðsluskrifstofu að boða forsvarsmenn samtakanna á sinn fund til að fara yfir efni bréfsins.