Tveir í einangrun á Suðurnesjum

Tveir greindust með kórónuveiruna á Suðurnesjum á síðustu þremur sólarhringum og sæta því einangrun.
Þetta má sjá á uppfærðum tölum á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is. Vefurinn er ekki uppfærður um helgar en við síðustu uppfærslu á föstudag var enginn í einangrun á Suðurnesjum. Samkvæmt sama vef eru tveir í sóttkví.




















