Tveir fluttir til aðhlynningar á HSS eftir árekstur á Reykjanesbraut
Myndin tengist fréttinni ekki beintHarður árekstur flutningabíls og fólksbíls varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallarvegar í gær. Tveir voru fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Slysið sem varð um klukkan 17 í gær varð með þeim hætti að fólksbílnum sem ók eftir Flugvallarvegi var ekið í veg fyrir flutningabílinn sem ók eftir Reykjanesbraut – Gatnamótin sem eru rétt fyrir ofan verslun Bónus í Njarðvík hafa lengi verið talin hættuleg.




















