Þreyttur ók út í móa
Myndin tengist fréttinni ekki beintErlendur ferðamaður ók út af Reykjanesbraut um helgina. Bifreiðin fór yfir urð og grjót og skemmdist mikið.
Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið þreyttur og taldi að hann hefði sofnað undir stýri.



















