Nýjast á Local Suðurnes

Svona á að und­ir­búa sig fyr­ir ofsa­veðrið

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Viðar Ara­son, sem starfar sem slökkviliðs-, sjúkra­flutn­inga- og björg­un­ar­sveitamaður í Árnes­sýslu birti færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem hann fór yfir helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga áður og á meðan ofsveðrið sem spáð er gengur yfir landið síðar í dag. Færslu Viðars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

 

Á morgun er spáð versta veðri sem við fullorðna fólkið höfum séð síðan 1991. Mörg okkar voru á barnsaldri þegar ofsaveðrið fór yfir landið okkar. Við erum örugglega dugleg að ræða um hvað/hvernig/hvort þetta verði svo mikið á morgun. Bæði í hlátri og hræðslu. Kannski gleymum við því að lítil eyru eru að hlusta á okkur. Þess vegna langar mig að deila með ykkur slóð á síðu Almannavarna. Krakkarnir skynja vel að við erum stressuð yfir þessu. Því er svo mikilvægt að við séum til staðar og útskýrum fyrir þeim ef þau spyrja. Annað gott ráð er að leyfa þeim að vera með í undirbúning fyrir óveðrið. Á síðu Almannavarna má líka finna leiðbeiningar hvernig á að undirbúa sig /heimilið fyrir ofsaveður.

Förum varlega, förum ekki út af óþörfu á morgun. Munið að álag mun verða á viðbraðgsaðilum. Öllum neyðartilfellum verður sint. En tími gæti verið þar til hjálpin komist á staðinn. Ef veður verður orðið fráleitt og ófæra um allt.

Langar að benda á nokkur atriði.

Byrgið glugga eða setjið öryggisfilmu á gler til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. Látið rúm ekki standa undir gluggum. Haldið ykkur hlé megin í húsinu.

Finnið til vasaljós og kerti, gætið að opnum eldi þó. Útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum. Auka rafhlöður. Hlaðið GSM áður enn óveður skellur á.

Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. FM og LW sendingar útvarps. Og að sjálfsögðu á samfélagsmiðlum eins og Facebook og sambærulegu.

Kynnið ykkur hvar næsta fjöldahjálparstöð er staðsett ef kæmi til rýmingar. Vegna óveðurs eða snjóflóðahættu.

Mikið álag getur orðið á Neyðarlínu 1-1-2 því er mikilvægt að hringja helst ef ástandið er þannig að þú getur ekki ráðið við það. Dæmi um símtal sem mætti bíða til 112 er að bílinn þinn sé fastur i innkeyrslu eða ruslatunnur eru að fjúka fyrir utan hjá þér. Ef tilfellið er neyðartilfelli eða þú ert ekki viss hvort þú eigir að hringja í 112. Þá hringiru.

Ef allar spár ganga upp erum við að tala um ástand sem atvinnulíf og daglegt líf fólks mun fara út skorðum. Því er það okkar að standa saman og passa hvort annað á morgun.

Björgunarsveitir í Árnessýslu eru tilbúnar í öll þau verkefni sem munu koma upp á morgun. Aðgerðastjórn björgunarsveita í Árnessýslu mun vera virkjuð á morgun og vera staðsett í Björgunarmiðstöð Selfossi, Hveragerði og Flúðum.

Pössum hvort annað, förum okkur ekki að voða.