sudurnes.net
Svona á að und­ir­búa sig fyr­ir ofsa­veðrið - Local Sudurnes
Viðar Ara­son, sem starfar sem slökkviliðs-, sjúkra­flutn­inga- og björg­un­ar­sveitamaður í Árnes­sýslu birti færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem hann fór yfir helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga áður og á meðan ofsveðrið sem spáð er gengur yfir landið síðar í dag. Færslu Viðars má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Á morgun er spáð versta veðri sem við fullorðna fólkið höfum séð síðan 1991. Mörg okkar voru á barnsaldri þegar ofsaveðrið fór yfir landið okkar. Við erum örugglega dugleg að ræða um hvað/hvernig/hvort þetta verði svo mikið á morgun. Bæði í hlátri og hræðslu. Kannski gleymum við því að lítil eyru eru að hlusta á okkur. Þess vegna langar mig að deila með ykkur slóð á síðu Almannavarna. Krakkarnir skynja vel að við erum stressuð yfir þessu. Því er svo mikilvægt að við séum til staðar og útskýrum fyrir þeim ef þau spyrja. Annað gott ráð er að leyfa þeim að vera með í undirbúning fyrir óveðrið. Á síðu Almannavarna má líka finna leiðbeiningar hvernig á að undirbúa sig /heimilið fyrir ofsaveður. Förum varlega, förum ekki út af óþörfu á morgun. Munið að álag mun verða á viðbraðgsaðilum. Öllum neyðartilfellum verður sint. En tími [...]