Suðurnesjamenn fundu vel fyrir jarðskjálfta

Rétt fyrir klukkan átta í kvöld varð jarðskjálfti við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Skjálftinn var um 3,5 að stærð og fannst vel víðsvegar á Suðurnesjum.
Mikil virkni hefur verið á svæðinu í dag, en tæplega 300 skjálftar hafa mælst.