Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á byggingu 30.000 fermetra verslunarkjarna í Vogum

Fasteignaþróunarfélagið Íslensk­ar fast­eign­ir og land­eig­end­ur Heiðar­lands Vogaj­arða hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu 30 þúsund fer­metra versl­un­ar- og þjón­ustukjarna í Vog­um.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar segir að versl­un­ar- og þjón­ustukjarn­inn yrði við gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Voga­veg­ar en svæðið er um 10 hekt­ar­ar að stærð.

Haft er eftir bæjarstjóra Voga að sam­komu­lagið sé afar þýðing­ar­mikið fyr­ir íbúa Sveit­ar­fé­lags­ins Voga enda fyr­ir­séð að sú upp­bygg­ing sem hef­ur átt sér hér stað mun halda áfram á kom­andi árum. Þá get­ur hið nýja versl­un­ar­svæði orðið gríðarleg lyfti­stöng fyr­ir svæðið í heild sinni.

Von­ast er til að upp­bygg­ing geti haf­ist á næstu tveim­ur til þrem­ur árum en nú tek­ur við und­ir­bún­ing­ur að skipu­lags­breyt­ing­um, hönn­un og samn­ing­um við rekstr­araðila.