Pálmi Rafn til liðs við Víking

Pálmi Rafn Arnbjörnsson hefur samið til fjögurra ára við knattspyrnulið Víkings.
Pálmi Rafn kemur frá Wolves á Englandi þar sem hann hefur spilað með varaliði félagsins og sem fjórði markvörður aðalliðsins.. Hann var keyptur til Wolves frá Njarðvík eftir tímabilið 2019 og hefur verið hjá Wolves síðan.
Uppeldisfélagið Njarðvík reyndi að fá hann til liðs við sig og þá sýndi KR honum líka áhuga, segir í frétt fótbolta.net.
Mynd: Skjáskot fotbolti.net