Nýjast á Local Suðurnes

Öflugir skjálftar á Reykjanesi

Mynd: Visit Reykjanes

Þrír öflugir jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga undanfarnar mínútur, og hafa íbúar fundið vel fyrir þeim.

Samkvæmt vef veðurstofu var sá fyrsti 3,6 að stærð, sá næsti 4,5 og sá stærsti, sem átti upptök sín tæplega 3 km SSV af Keili 5,3 að stærð.