Mun fleiri fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ

Í ágúst síðastliðnum fengu 213 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, en um töluverða aukningu er að ræða frá fyrra ári þegar 127 einstaklingar þáðu fjárhagsaðstoð.
Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs. Þar segir að alls hafi verið greiddar út 29.683.198 króna miðað við 19.495.343 króna í ágúst árið áður.